Kjarvalströð - lóðir - snæfellsnes 010101, 356 Snæfellsbær
2.500.000 Kr.
Lóð/ Sumarhúsalóð
0 herb.
450 m2
2.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

EIGNAMARKAÐURINN s: 5 19 84 84 KYNNIR EFTIRFARANDI EIGN

 

Eignamarkaðurinn hefur fengið til sölumeðferðar lóðir á deiliskipulögðu sumarhúsasvæði við Kjarvalströð við sjávarþorpið Hellnar á Snæfellsnesi, þar sem er hótel og þjónusta. Einnig er þar Fjöruhúsið sem er lítið og heillandi kaffihús/veitingahús við ströndina. Svæði sem umlukið er öllum helstu náttúruperlum sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða. Lóðirnar eru viðbót við þyrpingu frístundarhúsa við Kjarvalströð og eru lóðirnar um ca 360 - 520m². Lóðirnar liggja við tilbúinn botnlangaveg og verður vatnsveita lögð að lóðum á kostnað seljanda. Lóðirnar geta selst með eða án teikninga, en einnig er möguleiki að kaupa fullbúin hús á lóðunum. Lóðirnar seljast saman eða í sitthvoru lagi og henta einstaklingum. Einnig er hugsanlegt að hægt verði að kaupa aðra hluta jarðarinnar, en nánari upplýsingar og útfærslur slíkra kaupa er að fá á skrifstofu Eignamarkaðsins. 

Um Hellnar: (Heimildir úr wikipedia ofl.)  
Hellnar er gamalt sjávarþorp eða þéttbýli á Snæfellsnesi vestan við Arnarstapa. Þar var áður ein stærsta verstöð á Snæfellsnesi en einnig nokkur grasbýli og margar þurrabúðir. Á Hellnum hefur sennilega myndast verstöð þegar á miðöldum og er elsta ritaða heimild um sjósókn þaðan frá árinu 1560. Á 17. öld var þar allstórt hverfi sæbýla og í manntalinu frá 1703 voru 194 manns heimilisfastir á Hellnum og voru þar sjö grasbýli, 11 ítaksbýli og 20 þurrabúðir.
Á ströndinni eru fallegar bergmyndanir og þar er bjarg sem skagar fram í sjóinn og heitir Valasnös. Þar er hellirinn Baðstofa og litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friður og er ævintýralega fjölbreytileg. Milli Arnarstapa og Hellna er mjög falleg gönguleið um Hellnahraunið. Undan hraunjaðrinum sprettur lind sem kölluð er Gvendarbrunnur eða Maríulind. Þar er og Ásgrímssbrunnur, kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829) er hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður runnið vatn. Hellnar eru stutt frá Snæfellsjökulsþjóðgarði og þar er upplýsingastofa um þjóðgarðinn. 

Nálægir staðir:
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Ölkelda, Djúpalónssandur, Lóndrangar, Saxhóll, Staðarstaður, Ytri Tunga, Bárðarlaug, Arnarstapi, Fiskibyrgi, Stapafell og Sönghellir.

Nánari upplýsingar veitir Böðvar Reynisson löggiltur fasteignasali í sími 766-8484, netfang: [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum
   (sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. er 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald er breytilegt milli lánastofnanna. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 62.000.- m. vsk.

ERT ÞÚ Í SÖLU- EÐA ÚTLEIGUHUGLEIGÐINGUM? 
HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU FRÍTT VERÐMAT OG RÁÐGJÖF

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Eignamarkaðurinn fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.​


Eignamarkaðurinn ehf
Ármúli 4, 108 Reykjavík 
Sími: 5 19 84 84
Böðvar Reynisson, lögg. fasteigna- og skipasali
www.eignamarkadurinn.is 
[email protected]

VIÐ HUGSUM ÖÐRUVÍSI & FRAMKVÆMUM 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.